Ég heiti Andrei og er listamaður staðsettur á Íslandi.
Anda Studio er ástríðuverkefni sem ég stofnaði með það fyrir augum að deila grafísku listaverkum mínum og málverkum. Fræið af þessu verkefni byrjaði sem sería af karakterum sem ég skapaði fyrir dóttur mína þegar hún fæddist.
Ég hef starfað í yfir 20 ár sem atvinnulistamaður á ýmsum sviðum, svo sem auglýsingum, vöruhönnun, sjónsköpun byggingarlistar og í tölvuleikjum. Ég hef alltaf elskað að skapa hluti sem tala til mín. Í mörg ár hef ég fyllt skúffur af málverkum, teikningum og allskyns hönnun á milli atvinnuverkefna, til eigin ánægju.
Mér hefur alltaf langað til að finna leið að deila verkum mínum með öðrum og ég vona að þú finnir eitthvað sem höfðar til þín.